Fundað um framtíð á Króknum

Frá Sauðárkróki
Frá Sauðárkróki mbl.is

Íbúar á Sauðárkróki munu funda um framtíð heilbrigðisstofnunarinnar á Sauðárkróki í kvöld. Fundurinn verður í sal Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra og hefst klukkan 20:00.
Ræða á tillögur um niðurskurð fjárframlaga til Heilbrigðisstofnunarinnar á Sauðárkróki og í því skyni er heilbrigðisráðherra boðaður ásamt öðrum þingmönnum kjördæmisins.

Framsögur verða meðal annars haldnar af  fulltrúum starfsmanna Heilbrigðisstofnunarinnar og sveitarstjórnarmönnum

Í fréttatilkynningu segir að búist sé við miklu fjölmenni og hitafundi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka