Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, hvetur kínversk stjórnvöld til að sleppa Liu Xiaobo, handhafa friðarverðlauna Nóbels í ár, úr haldi. Haft er eftir Össuri á vef utanríkisráðuneytisins, að enginn eigi að sitja í fangelsi fyrir skoðanir sínar.
Segir Össur, að Nóbelsverðlaunanefndin norska hafi tekið ákvörðun sína að vel ígrunduðu máli. Liu Xiaobo sé verðugur handhafi Nóbelsverðlauna og að þau séu mikilvæg viðurkenning á framlagi hans og baráttu fyrir mannréttindamálum í Kína.
Þá leggur Össur áherslu á að íslensk stjörnvöld eigi hreinskiptin samskipti
við Kína eins og önnur ríki. Íslenskir stjórnmálamenn hafi margoft tekið upp mál
sem tengist mannréttindum í samtölum sínum við kínverska ráðamenn.