Árni Þór Sigurðsson, þingmaður VG og formaður utanríkismálanefndar, vill að Íslendingar krefjist þess að kínversk stjórnvöld láti Nóbelsverðlaunahafann, Liu Xiaobo, tafarlaust lausan. Málið verður tekið fyrir á fundi utanríkismálanefndar í næstu viku, að því er fram kemur á heimasíðu VG.
Þar segir að Árni muni sækjast eftir því að fulltrúi utanríkisráðuneytisins mæti á fundinn til að fjalla um það hvort íslensk stjórnvöld hafi í hyggju að koma þessum sjónarmiðum á framfæri við Kínverja.
Þá segir að Árni óttist ekki að með því skaðist samskipti Kínverja og Íslendinga, barátta fyrir mannréttindum sé einfaldlega mikilvægari að hans mati.