Sérstaklega er fjallað um heimsókn fulltrúa kínverska seðlabankans í síðustu viku og fundi þeirra með íslenskum ráðamönnum á vef kínverska utanríkisráðuneytisins í dag. Kemur þar fram að bæði ríki kunni mikils að meta það samstarf sem tekist hafi á milli landanna í efnahagsmálum.
Fulltrúar seðlabankans, þar með talið Zhou Xiaochuan, seðlabankastjóri Kína, hittu forseta Íslands og fulltrúa fjármálaráðuneytisins að máli í opinberri heimsókn sinni í síðustu viku.
Ræddi Zhou þar meðal annars við Steingrím J. Sigfússon fjármálaráðherra um samvinnu ríkjanna en að öðru leyti er ekki vitað um efni þeirra umræðna.
Umfjöllun ráðuneytisins má nálgast hér.