Friðjón R. Friðjónsson, aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, taldi fyrr í dag, að Bjarni hefði ekki verið boðaður á samráðsfund með ráðherrum í ríkisstjórn Íslands í morgun, enda hafi flokkurinn lýst því yfir að hann myndi ekki taka þátt í þessum fundum þar sem þeir hefðu engan tilgang.
Það hafi komið á daginn eftir fundinn í dag ef marka má það sem fulltrúar Framsóknarflokksins og Hreyfingarinnar, hafa sagt við fjölmiðla eftir fundinn.
Síðan hafi komið í ljós að Bjarni hafði verið boðaður á fundinn „og því um misskilning minn að ræða," segir Friðjón í samtali við mbl.is.