Misskilningur um fundarboð

/Bjarni Benediktsson.
/Bjarni Benediktsson. mbl.is/Ómar

Friðjón R. Friðjóns­son, aðstoðarmaður Bjarna Bene­dikts­son­ar, for­manns Sjálf­stæðis­flokks­ins, taldi fyrr í dag, að Bjarni hefði ekki verið boðaður á sam­ráðsfund með ráðherr­um í rík­is­stjórn Íslands í morg­un, enda hafi flokk­ur­inn lýst því yfir að hann myndi ekki taka þátt í þess­um fund­um þar sem þeir hefðu eng­an til­gang.

Það hafi komið á dag­inn eft­ir fund­inn í dag ef marka má það sem full­trú­ar Fram­sókn­ar­flokks­ins og Hreyf­ing­ar­inn­ar, hafa sagt við fjöl­miðla eft­ir fund­inn.

Síðan hafi komið í ljós að Bjarni hafði verið boðaður á fund­inn „og því um mis­skiln­ing minn að ræða," seg­ir Friðjón í sam­tali við mbl.is.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert