Fjölmenni var á borgarafundum á Egilsstöðum og Selfossi í gær þar sem fyrirhuguðum niðurskurði hjá heilbrigðisstofnunum fjórðunganna var mótmælt harðlega.
Þá mynduðu íbúar keðjur utan um Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupstað og starfsstöðvar þess á Seyðisfirði, Egilsstöðum og Vopnafirði og sömuleiðis utan um Heilbrigðisstofnun Þingeyinga á Húsavík, en fjallað er um þessa fundi og mótmæli í Morgunblaðinu í dag.
Boðað hefur verið til samstöðufundar á Selfossi í dag vegna fyrirhugaðs niðurskurðar.