„Niðurfærsla mun ekki leysa hvers manns vanda“

Björn Valur Gíslason með Steingrími J. Sigfússyni, formanni VG.
Björn Valur Gíslason með Steingrími J. Sigfússyni, formanni VG. mbl.is/Skapti

Björn Val­ur Gísla­son, þingmaður VG og vara­formaður fjár­laga­nefnd­ar, var­ar við því að stjórn­mála­menn og fjöl­miðlar veki of mikl­ar vænt­ing­ar í tengsl­um við umræðu um flata niður­færslu skulda al­menn­ings.

Innt­ur eft­ir því hvort hann telji slíka leið raun­hæfa seg­ir Björn: „Það get­ur vel verið að það verði raun­hæft að koma með flata niður­færslu á lán­um að ein­hverju leyti, en mér finnst umræðan hafa gengið út á að slíkt muni leysa hvers manns vanda. Við þurf­um alltaf að grípa til ein­hverra annarra ráðstaf­ana að auki og miðað við þau gögn sem nú liggja fyr­ir, t.d. hjá Seðlabank­an­um og eru reynd­ar ríf­lega árs­göm­ul, þá er það mat hans að þetta sé mjög tor­sótt leið og erfið og þung að fara.“

Ögmund­ur Jónas­son dóms­málaráðherra seg­ir að áfram verði fundað um al­menna niður­færslu skulda í vik­unni, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um þetta mál í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert