Björn Valur Gíslason, þingmaður VG og varaformaður fjárlaganefndar, varar við því að stjórnmálamenn og fjölmiðlar veki of miklar væntingar í tengslum við umræðu um flata niðurfærslu skulda almennings.
Inntur eftir því hvort hann telji slíka leið raunhæfa segir Björn: „Það getur vel verið að það verði raunhæft að koma með flata niðurfærslu á lánum að einhverju leyti, en mér finnst umræðan hafa gengið út á að slíkt muni leysa hvers manns vanda. Við þurfum alltaf að grípa til einhverra annarra ráðstafana að auki og miðað við þau gögn sem nú liggja fyrir, t.d. hjá Seðlabankanum og eru reyndar ríflega ársgömul, þá er það mat hans að þetta sé mjög torsótt leið og erfið og þung að fara.“
Ögmundur Jónasson dómsmálaráðherra segir að áfram verði fundað um almenna niðurfærslu skulda í vikunni, að því er fram kemur í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.