Ríkið borgi 700 milljónir

Frá höfninni í Helguvík.
Frá höfninni í Helguvík. mbl.is/Arnór

Meirihluti þingmanna hefur lagt fram frumvarp sem myndi veita ríkissjóði heimild til að taka þátt í kostnaði vegna endurbóta á höfninni í Helguvík.

Alls eru 32 þingmenn að baki frumvarpinu. Þar af eru allir 16 þingmenn Sjálfstæðisflokks, allir níu þingmenn Framsóknarflokks, auk sex þingmanna Samfylkingarinnar og eins úr Hreyfingunni.

Væntingar bæjarstjórnar Reykjanesbæjar standa til þess að ríkissjóður endurgreiði bæjarfélaginu um 700 milljónir af útlögðum kostnaði vegna endurbóta á höfninni sem ráðist var í til að hún gæti nýst fyrirhuguðu álveri í Helguvík.

Árni Johnsen, fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, fullyrðir að fleiri þingmenn og ráðherrar Samfylkingar styðji málið. „Þetta er ákaflega brýnt mál og mikilvægt fyrir Suðurnesjamenn að hjólin þar fari að snúast,“ segir Árni í Morgunblaðinu í dag.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert