Segja fund sjónarspil

Eng­inn full­trúi Sjálf­stæðis­flokks­ins mætti á fund rík­is­stjórn­ar­inn­ar með stjórn­ar­and­stöðunni í morg­un, þar sem ræða átti hug­mynd­ir um al­menna niður­færslu skulda heim­il­anna í land­inu.

Þegar fund­ur­inn hófst, var Þór eini full­trúi stjórn­ar­and­stöðunn­ar sem var mætt­ur. Nokkru síðar mætti full­trúi Fram­sókn­ar­flokks­ins, Gunn­ar Bragi Sveins­son á fund­inn.

Eng­inn full­trúi frá Sjálf­stæðis­flokkn­um mætti á fund­inn. Sam­kvæmt fyrstu heim­ild­um Morg­un­blaðsins var ástæðan sú að Sjálf­stæðis­menn telja að ekki sé um raun­veru­legt sam­ráð að ræða, held­ur sé þetta sjón­arspil. Verið sé  að fá stjórn­ar­and­stöðuna til að styðja við hug­mynd­ir, en ekki til að koma fram með sín­ar eig­in hug­mynd­ir og lausn­ir. 

Síðar kom í ljós að Sjálf­stæðis­menn höfðu ekki verið boðaðir á fund­inn.


mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert