Segja fund sjónarspil

Enginn fulltrúi Sjálfstæðisflokksins mætti á fund ríkisstjórnarinnar með stjórnarandstöðunni í morgun, þar sem ræða átti hugmyndir um almenna niðurfærslu skulda heimilanna í landinu.

Þegar fundurinn hófst, var Þór eini fulltrúi stjórnarandstöðunnar sem var mættur. Nokkru síðar mætti fulltrúi Framsóknarflokksins, Gunnar Bragi Sveinsson á fundinn.

Enginn fulltrúi frá Sjálfstæðisflokknum mætti á fundinn. Samkvæmt fyrstu heimildum Morgunblaðsins var ástæðan sú að Sjálfstæðismenn telja að ekki sé um raunverulegt samráð að ræða, heldur sé þetta sjónarspil. Verið sé  að fá stjórnarandstöðuna til að styðja við hugmyndir, en ekki til að koma fram með sínar eigin hugmyndir og lausnir. 

Síðar kom í ljós að Sjálfstæðismenn höfðu ekki verið boðaðir á fundinn.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka