Hvorki Bjarni Benediktsson, né aðrir forsvarsmenn Sjálfstæðisflokksins, fengu boð um að koma á fund ríkisstjórnarinnar í morgun þar sem ræða átti aðgerðir varðandi skuldavanda heimilanna.
Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins var formanni Sjálfstæðisflokksins ekki boðið að taka þátt í fundinum. „Þetta undirstrikar hvers konar sjónarspil þessi fundarhöld eru,“ sagði heimildamaður blaðsins innan flokksins.
Á fundinn í morgun mættu allir ráðherrar eða fulltrúar þeirra, auk umboðsmanns skuldara.
Þór Saari fulltrúi Hreyfingarinnar var mættur á fundinn í upphafi hans, einn stjórnarandstöðuþingmanna, en síðan kom Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Framsóknarflokksins.