Skuldavandi heimilanna ræddur

mbl.is

Fund­ur for­svars­manna rík­is­stjórn­ar­inn­ar ásamt full­trú­um stjórn­ar­and­stöðunn­ar hófst klukk­an tíu. Þar eru rædd­ar hug­mynd­ir um al­menna niður­færslu skulda heim­il­anna í land­inu.

Á fund­inn voru boðaðir Bjarni Bene­dikts­son, formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, full­trúi Fram­sókn­ar­flokks­ins og Þór Sa­ari frá Hreyf­ing­unni.

Þór sagðist ekki vita við hverju hann ætti að bú­ast á fund­in­um.
„Ég held að áhersla verði lögð á að það sé ekki hægt að fara í al­menna niður­færslu. En ég mæti með op­inn huga. Orð Þórólfs Matth­ías­son­ar, aðal­hag­fræðings Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í Morg­unút­varpi Rás­ar tvö í morg­un, þar sem hann sagði að það væri galið að reyna að bjarga heim­il­un­um, þóttu mér ekki gefa til­efni til bjart­sýni. Orð hans eru ekk­ert annað en ábyrgðarlaust hjal,“ seg­ir Þór.

Þór seg­ir að ósk­aniðurstaðan væri að rík­is­stjórn­in viður­kenndi vand­ann og bregðist við hon­um í takt við til­lög­ur Hags­muna­sam­taka heim­il­anna.  „Kostnaður fell­ur ekki beint á skatt­greiðend­ur, verði leið Hags­muna­sam­tak­anna far­in. Þetta er fylli­lega raun­hæft að mínu mati. Það hefði auðvitað átt að leysa úr þessu fyr­ir löngu síðan. Ég held að við séum kom­in á síðasta snún­ing að leysa úr þess­um gríðarlega vanda,“ seg­ir Þór. Hann seg­ir að ekki sé verið að greiða af um 63% allra lána og á næsta ári sé því spáð að 73,000 heim­ili verði með nei­kvæða eig­in­fjár­stöðu. Ekk­ert annað blasi við en gjaldþrot sam­fé­lags­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert