„Þetta eru ekki samráðsfundir“

Oddvitar ríkisstjórnarinnar, Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra
Oddvitar ríkisstjórnarinnar, Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Fundi um skuldavanda heimilanna lauk rétt fyrir hádegi. Fulltrúi Framsóknarflokks segir lítinn árangur hafa orðið af fundinum.

Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Framsóknar, sem var á fundinum, segist ekki líta á þessa fundi sem samráðsfundi. „Við erum á þessum fundum sem áheyrnarfulltrúar. Það ætti fremur að kalla fundina upplýsingafundi fyrir stjórnarandstöðuna. Samráð hlýtur að vera þannig að tillögur allra aðila fá að koma upp á borðið. En við munum halda áfram að mæta á þá til að fá að vita hvað er að gerast.“

Spurður að því hvers vegna fulltrúi Framsóknarflokksins hefði mætt svona seint á fundinn sagði Gunnar að fundarboðið hefði verið sent í tölvupósti og enginn tekið eftir því. Í lok fundarins í dag hefði þess verið gætt að boða til næsta fundar, en hann verður næstkomandi miðvikudag klukkan hálf ellefu. 



Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Framsóknarflokksins.
Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Framsóknarflokksins.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka