Þorgerður Katrín óskar eftir fundi

St. Jósefspítali í Hafnarfirði.
St. Jósefspítali í Hafnarfirði. Árni Sæberg

Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, ósk­ar eft­ir fundi til að ræða mál­efni St. Jós­efs­spít­ala vegna fyr­ir­hugaðs niður­skurðar í fram­lög­um til stofn­un­ar­inn­ar í fjár­laga­frum­varp­inu sem nú er til umræðu á Alþingi.

Í til­kynn­ingu frá þing­mann­in­um seg­ir að á fund­inn verði boðaðir all­ir þing­menn kjör­dæm­is­ins, sveit­ar­stjórn­menn í Hafnar­f­irði, fram­kvæmda­stjóri spít­al­ans, for­ystu­menn áhuga­hóps um framtíð St. Jós­efs­spít­ala/​Sólvangs og heil­brigðisráðherra.

„Er brýnt að halda fund­inn hið fyrsta eða eigi síðar en í þess­ari viku,“ seg­ir Þor­gerður Katrín.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert