Afskrifa þyrfti 220 milljarða

Niðurfærsla húsnæðislána gæti kostað 220 milljarða króna.
Niðurfærsla húsnæðislána gæti kostað 220 milljarða króna.

Nái hugmyndir stjórnvalda og Hagsmunasamtaka heimilanna fram að ganga, um almenna niðurfærslu á höfuðstól íbúðalána, gæti þurft að afskrifa um 220 milljarða króna. Er þá miðað við 18% niðurfærslu eins og helst hefur verið rætt um á fundum stjórnvalda.

Útistandandi verðtryggð íbúðalán námu alls um 1.230 milljörðum króna í lok sumars. Stærstan hluta átti Íbúðalánasjóður, eða nærri 730 milljarða, bankarnir um 320 milljarða og lífeyrissjóðirnir um 184 milljarða. Verði höfuðstóll lánanna færður niður um 18% gæti það þýtt afskriftir upp á 130 milljarða hjá Íbúðalánasjóði, nærri 60 milljarða hjá bönkunum og rúma 30 milljarða hjá lífeyrissjóðunum.

Hugmyndum um almenna niðurfærslu hefur verið misvel tekið, bæði innan stjórnarflokkanna og stjórnarandstöðunnar, sem og hjá hagspekingum. Þá er talið ólíklegt að bankarnir, og eigendur þeirra, taki hugmyndunum fagnandi. Hagsmunasamtök heimilanna hafa hins vegar bent á að bönkunum sé meiri akkur í því að lækka kröfur á lánþega eða semja við þá, aðeins 37% lána í bönkunum séu í skilum, að því er fram kemur í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert