Alþingi kýs saksóknara í dag

Frá Alþingi.
Frá Alþingi. mbl.is/Kristinn

Alþingi mun í dag kjósa saksóknara til að höfða mál gegn Geir H. Haarde fyrir landsdómi.

Á dagskrá þingsins segir orðrétt:

„Kosning saksóknara Alþingis og varasaksóknara, skv. 13. gr. laga nr. 3 19. febr. 1963, sbr. ályktun Alþingis 28. sept. 2010 um málshöfðun gegn ráðherra.“

Að Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, skuli hafa sett málið á dagskrá bendir til þess að hún muni svara neitandi bréfi Andra Árnasonar, verjanda Geirs, til þingsins í síðustu viku. Þar lýsti hann þeirri skoðun að ákvörðunin um málshöfðun gegn Geir væri fallin niður þar sem saksóknarinn hefði ekki verið kosinn á sama þingi og málshöfðunin var ákveðin.

Ekki náðist í Ástu Ragnheiði í gærkvöldi. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins svaraði hún ekki bréfi Andra í gær en mun væntanlega gera það í dag.

Kjósi lögmaður Geirs að áfrýja þessum úrskurði Alþingis mun landsdómur fjalla um áfrýjunina.

Tillaga verður gerð um Sigríði J. Friðjónsdóttur sem saksóknara í málinu og Helga Magnús Gunnarsson sem varasaksóknara.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert