Býst ekki við að sátt náist

Viðræður um mak­ríl­veiðar hefjast í Lund­ún­um í dag. Á fund­in­um sitja full­trú­ar Íslands, Nor­egs, Fær­eyja og Evr­ópu­sam­bands­ins. Þá hafa Rúss­ar áheyrn­ar­full­trúa. Friðrik Jón Arn­gríms­son, fram­kvæmda­stjóri LÍÚ, seg­ir af­stöðu ESB ekki gefa til kynna að sátt ná­ist á fund­un­um.

„Það hef­ur borið mjög mikið á milli hingað til og það er ljóst að viðsemj­end­ur okk­ar þurfa að koma að þessu með allt öðru hug­ar­fari en hingað til. Verk­efnið er að ná þessu sam­an. Það þarf þá að vera á þeim for­send­um sem við get­um sætt okk­ur við. Það hef­ur borið mjög mikið á milli og á þeim for­send­um seg­ist ég ekki vera neitt bjart­sýnn. Það kem­ur samt allt í ljós,“ seg­ir Friðrik.

Í sendi­nefnd Íslands eru Tóm­as H. Heiðar, formaður nefd­ar­inn­ar, Eyþór Björns­son fiski­stofu­stjóri, Friðrik Jón Arn­gríms­son, fram­kvæmda­stjóri LÍÚ, Jó­hann Sig­ur­jóns­son, for­stjóri Haf­rann­sókna­stofn­un­ar­inn­ar og Stein­ar Ingi Matth­ías­son, full­trúi sjáv­ar­út­vegs­ráðuneyt­is­ins í Brus­sel.

Friðrik tel­ur að erfitt verði að ná ásætt­an­leg­um samn­ingi því mikið beri á milli samn­ingsaðila. „Ef það eiga að nást samn­ing­ar þurfa all­ir að skoða sinn hug en við kom­um ekki hingað til þess að fara heim með ekki neitt eða lítið.“

 Þykja Íslend­ing­ar ætla sér stór­an hlut

Mak­ríll­inn hef­ur leitað norðar en vana­lega í ár. Íslensk skip hafa því veitt meiri mak­ríl að und­an­förnu en áður. Í vor til­kynntu Íslend­ing­ar ein­hliða að miðað væri við að ís­lensk­um skip­um verði heim­ilað að veiða 130 þúsund tonn af mak­ríl. Til­lög­ur NA-Atlants­hafs­fisk­veiðinefnd­ar­inn­ar (NEAFC) gerðu ráð fyr­ir að há­marki 570 þúsund tonna mak­rílafla í N-Atlants­hafi og finnst því hinum þjóðunum að Ísland hafi ætlað sér stór­an hlut.


Friðrik Arngrímsson
Friðrik Arn­gríms­son mbl.is
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert