Fáir hafa nýtt úrræði

Minnihluti þeirra sem standa frammi fyrir því að missa fasteignir sínar á uppboði á næstu vikum hefur nýtt sér rétt sinn til þess að sækja um frestun nauðungarsölu.

Þetta kemur fram í gögnum sem Ásta Sigrún Helgadóttir, umboðsmaður skuldara, kynnti á fundi um skuldavanda heimilanna með ráðherrum og fulltrúum stjórnarandstöðunnar í gærmorgun´og fjallað er um í Morgunblaðinu í dag.

„Það er mikið umhugsunarefni,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, „þegar kemur í ljós að svona margir þeirra sem eru með uppboð framundan hafa ekki komist í þessi úrræði. Þetta er verkefni til þess að vinna úr, að kynna þetta betur, koma þessu á framfæri og reyna að fá fólk til þess að skoða þessi úrræði tímanlega, áður en allt er komið í óefni.“


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert