Fundur um skuldavanda

Þingmenn og ráðherrar í Þjóðmenningarhúsinu í kvöld.
Þingmenn og ráðherrar í Þjóðmenningarhúsinu í kvöld. mbl.is/Golli

Fundur stendur nú yfir í Þjóðmenningarhúsinu þar sem samráðsnefnd ríkisstjórnarinnar og fjórar þingnefndir Alþingis fjalla um leiðir til að bregðast við skuldavanda heimila.

Á næstu dögum verður fundað með ýmsum hagsmunaaðilum sem að skuldamálum heimilanna koma, fjármálafyrirtækjum, lífeyrissjóðum og Íbúðalánasjóði.

„Það er verið að vinna þetta af fullri alvöru, allavega af minni hálfu. Enda alvörumál á ferðum,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, við Morgunblaðið í dag. „Það er verið að reyna að ná utan um hinn talnalega grunn í þessu öllu."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert