Gekk vel að slökkva

Frá eldsvoðanum í Rauðhellu í nótt.
Frá eldsvoðanum í Rauðhellu í nótt. mbl.is/Júlíus

Að sögn varðstjóra hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins gekk nokkuð vel að slökkva eld sem kom upp í dekkjalager Pitstop í Rauðhellu í Hafnarfirði á öðrum tímanum í nótt. Allar stöðvar slökkviliðsins voru kallaðar á staðinn.

„Þetta gekk bara nokkuð vel. Þarna var mikill eldur. Þetta var dekkjalager þannig að eldsmatur var mikill. En þetta gekk í heild sinni vel,“ segir varðstjórinn sem kveður þó eina stöð þó enn vera á staðnum. „Það eru fimm til sex menn þarna með einn dælubíl,“ segir varðstjórinn sem segir einungis vera glæður eftir í rústunum.

„Við vorum fimmtíu til sextíu menn á vakt í nótt. Það voru einhverjir að bakka upp Reykjavík en þrjátíu til þrjátíu og fimm á staðnum,“ segir varðstjórinn.

Enginn slasaðist í eldsvoðanum en tjónið á dekkjaverkstæðinu var mikið.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert