Glæsihótel á Þingvöllum

Ásýnd byggingarinnar er túlkun Ólafs og Gríms á bergmyndunum í …
Ásýnd byggingarinnar er túlkun Ólafs og Gríms á bergmyndunum í Almannagjá. mbl.is

„Í dag eru Þing­vell­ir einn fjöl­sótt­asti ferðamannastaður lands­ins og eft­ir að Hót­el Val­höll brann sár­vant­ar þjón­ustu á svæðinu. Það má segja að þetta hafi verið kveikj­an,“ seg­ir Ólaf­ur M. Finns­son um meist­ara­verk­efni sitt „Nature Cult­ure Crash“ sem hann vann ásamt Grími Vík­ingi Magnús­syni við Arki­tekta­skól­ann í Árós­um.

Þeir fé­lag­ar hönnuðu nú­tíma­hót­el á Þing­völl­um og von­ast til að verk­efnið ýti und­ir umræðuna um framtíð staðar­ins, seg­ir í um­fjöll­un um hót­el­hug­mynd­ina í máli og mynd­um í Morg­un­blaðinu í dag.

Á hót­el­inu er að finna allt frá eins manns her­bergj­um upp í for­seta­svít­ur, veit­ingastað með út­sýni yfir Þing­valla­svæðið og síðast en ekki síst glæsi­leg­an ráðstefnu­sal sem hef­ur teng­ingu inn í Al­manna­gjá þar sem kletta­vegg­ur­inn mæt­ir gest­um.


Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert