Jafnrétti kynjanna er hvergi meira en á Íslandi, að því er kemur fram í nýrri skýrslu Alþjóðaefnahagsráðsins, WEF. Er þetta í annað skipti sem Ísland er í efsta sæti á þessum lista ráðsins en fjögur Norðurlönd eru í næstu sætum.
WEF leggur mat á jafnrétti kynja í stjórnmálum, menntun, atvinnu og heilbrigðiskerfi í 134 ríkjum. Á vef BBC er haft eftir Klaus Schwab, stofnanda og stjórnarformanni WEF, að Norðurlöndin séu áfram í forustu í baráttunni fyrir fyrir jafnrétti kynja. Og lönd, sem þar eru framarlega hafi einnig mun betri samkeppnisstöðu í viðskiptum.
Frakkland lækkar mest á listanum milli ára og fer úr 18. sæti í fyrra í það 46. nú. WEF segir, að ástæðan sé sú að konum hafi fækkað mjög í ráðherrastólum frá því á síðasta ári.
Bandaríkin hækka hins vegar úr 31. sæti í það 19. vegna þess að konum fjölgaði þar í ríkisstjórn og einnig hefur dregið úr launamun kynjanna.
Neðst á listanum eru Pakistan, Tsjad og Jemen.
Efstu löndin: