Kemur til kasta landsdóms

Það var niðurstaða Alþingis, að höfða beri mál gegn Geir …
Það var niðurstaða Alþingis, að höfða beri mál gegn Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, fyrir landsdómi. Kristinn Ingvarsson

„Ég á ekki von á öðru en að á þetta verði látið reyna, en jafn líklegt er að landsdómur þurfi að taka afstöðu til þess almennt hvort ákvörðun um málshöfðun og kosning saksóknara hafi verið í samræmi við lög," segir Andri Árnason, lögmaður Geirs H. Haarde, fv. forsætisráðherra, en forseti Alþingis hefur svarað bréfi Andra þar sem gerðar eru athugasemdir við málsmeðferð Alþingis í máli Geirs.

Telur Andri að falla eigi frá málshöfðun þar sem saksóknarar hafi ekki verið kosnir á sama löggjafarþingi og samþykkt var að ákæra Geir. Málsmeðferðin samrýmist ekki 13. grein laga um landsdóm frá árinu 1963.

„Það getur verið slæmt fordæmi vegna hugsanlega komandi landsdómsmála, ef engin tímamörk eru á kosningu saksóknara, gagnstætt orðalagi ákvæðisins í landsdómslögunum. Þá gæti slík kosning dregist, jafnvel um óskilgreindan tíma," segir Andri og útilokar heldur ekki að landsdómur geti tekið þetta mál upp að eigin frumkvæði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka