Læknaráð FSA mótmælir

Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri.
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Skapti Hallgrímsson

Skorað var á heil­brigðisráðherra að end­ur­skoða fyr­ir­hugaðan niður­skurð í heil­brigðismál­um á Norður- og Aust­ur­landi á al­menn­um fundi lækn­aráðs Fjórðungs­sjúkra­húss­ins á Ak­ur­eyri í dag. Telja lækn­ar sjúkra­húss­ins að niður­skurður­inn muni skerða gæði heil­brigðisþjón­ustu á svæðinu.

Þannig mót­mælti lækn­aráð Sjúkra­húss­ins á Ak­ur­eyri (FSA) niður­skurði á fjár­lög­um til heil­brigðismála á Norður- og Aust­ur­landi. „Niður­skurður­inn mun skerða aðgengi og gæði heil­brigðisþjón­ustu á öllu upp­töku­svæði FSA,“ sagði í til­kynn­ingu frá ráðinu.

Ráðherra láti yf­ir­fara starf­sem­ina

Guðbjart­ur Hann­es­son vel­ferðarráðherra er hvatt­ur til að láta yf­ir­fara starf­semi sjúkra­húss­ins.

„Fund­ur lækn­aráðs Sjúkra­húss­ins á Ak­ur­eyri [...] fer þess á leit við æðsta yf­ir­mann heil­brigðismála í land­inu, heil­brigðisráðherra, að hann láti gera út­tekt á starf­semi spít­al­ans, bæði stjórn­un­ar­lega og rekstr­ar­lega.

Til­gang­ur með þess­ari út­tekt er að tek­in verði stefna sem leiðir spít­al­ann inn í framtíðina af fyr­ir­hyggju.

Ástæðan fyr­ir þess­ari beiðni er margþætt og á sér lang­an aðdrag­anda. Nú er svo komið að lækn­ar hafa verið að hverfa frá spít­al­an­um og í vax­andi mæli reynst erfitt að manna þær stöður. Lækn­um spít­al­ans líst illa á þró­un­ina og sjá fyr­ir sér mikla erfiðleika nú þegar og versn­andi ástand í bráð og lengd.

Ef ekk­ert verður að gert er hætta á að Sjúkra­hús Ak­ur­eyr­ar, þetta sterka bak­bein í heil­brigðisþjón­ustu lands­manna, koðni niður og standi ekki und­ir þeim kröf­um sem til þess eru gerðar, ekki síst í ljósi þeirra auknu verk­efna sem bíða FSA vegna sam­drátt­ar á sjúkra­stofn­un­um í ná­granna­byggðum."

Skort­ur á lækn­um á lyflækn­inga­deild

Lögð er fram áskor­un til ráðherr­ans. 

„For­stöðulækn­ir lyflækn­inga­deild­ar Sjúkra­húss­ins á Ak­ur­eyri hef­ur sagt að lok­un deild­ar­inn­ar geti verið yf­ir­vof­andi vegna langvar­andi skorts á lækn­um til starfa. Al­menn­ur fund­ur í lækn­aráði FSA [...] skor­ar á heil­brigðis- og fé­lags­málaráðherra að beita taf­ar­laust öll­um ráðum til að leysa þenn­an vanda lyflækn­inga­deild­ar­inn­ar, sem ella mun valda skorti á nauðsyn­legri þjón­ustu við sjúk­linga á upp­töku­svæði sjúkra­húss­ins og stefna þeim í hættu."

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert