Á ríkisstjórnarfundi í morgun kom fram að fáir hafa nýtt sér þau úrræði sem í boði eru og sett voru fram til lausnar á skuldavanda heimilanna. Forsætis- og fjármálaráðherra segja þetta vonbrigði en sé þó ekki til marks um að ríkisstjórninni hafi mistekist ætlunarverk sitt um að slá skjaldborg um heimilin.