Óvíst að Landhelgisgæslan geti leigt þriðju þyrluna

Þyrla Gæslunnar á slysavettvangi.
Þyrla Gæslunnar á slysavettvangi. mbl.is/Ingvar

Tilboð í leigu á nýrri björgunarþyrlu fyrir Landhelgisgæsluna verða opnuð á morgun. Áformað var að leigja þyrlu til viðbótar þeim tveimur sem fyrir eru.

Hins vegar hafa allar forsendur breyst síðan auglýst var eftir þyrlunni því í fjárlagafrumvarpinu er Gæslunni gert að skera niður kostnað um 8% á næsta ári.

„Útboðið var í raun bara könnun á möguleikum, en þetta er í fullkomu uppnámi,“ segir Georg Lárusson, forstjóri Gæslunnar í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert