Ráðherra svari þingheimi

Ögmundur Jónasson, dóms- og samgönguráðherra.
Ögmundur Jónasson, dóms- og samgönguráðherra.

Þingmenn Sjálfstæðisflokksins kvörtuðu yfir því á Alþingi í dag, að Ögmundur Jónasson, dómsmálaráðherra, hefði ekki svarað fyrirspurn um það hvort hann styðji fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. 

Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, spurði

Ögmundur Jónasson, dómsmálaráðherra, spurði Ögmund í fyrirspurnartíma í dag hvort hann styddi fjárlagafrumvarpið. Sagði Sigurður Kári, að Ögmundur hefði lýst því yfir að hann styddi ekki álver í Helguvík en  meginforsenda fjárlagafrumvarpsins væri hagspá, sem byggði á álversframkvæmdum í Helguvík.

Ögmundur svaraði, að menn hefðu farið fram úr sér í tengslum við umræðu um framkvæmdir við álver í Helguvík. Áður en hægt væri að taka ákvörðun um slíkar framkvæmdir þyrfti að tryggja orku og það hefði ekki verið gert.

Ögmundur sagðist hafa gagnrýnt þá, sem hefðu komið fram í umræðu um atvinnuuppbyggingu í Reykjanesbæ fyrir að keyra hana út í öngstræti:  annaðhvort ál eða ekkert, annaðhvort ESE eða ekkert.

„Við þurfum að ná umræðunni út úr þessu öngstræti. Við eigum ekki að láta nokkra sjálfskipaða fulltrúa hagsmunaaðila stýra umræðunni inn í þennan farveg," sagði Ögmundur. 

Sigurður Kári sagði að Ögmundur hefði ekki svarað spurningunni um fjárlagafrumvarpið en fékk sömu svör. Pétur Blöndal og Einar K. Guðfinnsson, þingmenn Sjálfstæðisflokks, kröfðust þess að ráðherrann svaraði spurningunni en Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti þingsins, sagði að ráðherra réði orðum sínum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert