„Súrrealískt fáránlegt“

Margrét Tryggvadóttir alþingismaður.
Margrét Tryggvadóttir alþingismaður. frikki

„Þetta var mjög góður fund­ur. Það var mjög gott and­rúms­loft og mik­ill sam­starfs­vilji hjá alla­vega stór­um hluta rík­is­stjórn­ar­inn­ar, ekki al­veg fannst mér öll­um, og öll­um þeim þing­mönn­um sem mættu á fund­inn,“ seg­ir Mar­grét Tryggva­dótt­ir þingmaður um sam­ráðsfund­inn í kvöld.

„En það var ekki kynnt neitt nýtt, og það voru ekki kynnt­ar nein­ar al­menn­ar aðgerðir, en við töluðum sam­an og kom­um okk­ar sjón­ar­miðum að. Þetta var kannski svo­lítið fyr­ir­mynd­ar­fund­ur hvað varðar and­rúms­loftið. Ég vildi mjög gjarn­an að fund­ir og vinnu­brögð í Alþingi væru al­mennt svona.“

Sam­eig­in­leg­ur fund­ur

For­sæt­is­ráðuneytið bauð til sam­eig­in­legs fund­ar sam­ráðsnefnd­ar ráðherra og stjórn­ar­and­stöðu um skulda­mál og þeirra fjög­urra fasta­nefnda sem helst koma að mál­inu, þ.e. alls­herj­ar-, efna­hags- og skatta-, fé­lags- og trygg­inga­mála-, og viðskipta­nefnd­ar. Fór fund­ur­inn fram í Þjóðmenn­ing­ar­hús­inu.

- En kom stjórn­ar­andstaðan með ein­hverj­ar til­lög­ur?

„Já já, það komu fram fjöl­marg­ar til­lög­ur frá stjórn­ar­and­stöðunni og eins stjórn­ar­liðum sem ekki sitja í ráðherra­stól­um. Það var ýmsu velt upp. Þetta var mjög góður sam­ræðufund­ur. Fund­ir í Alþingi eri mjög oft svo­lítið form­leg­ir og mikið „hír­arkí“ á ferð. Þarna sátu all­ir við sama borð.“

- Ertu bjart­sýn á að eitt­hvað komi út úr þess­ari vinnu á næst­unni?

„Ef rík­is­stjórn­in ætl­ar sér að lifa, þá verður eitt­hvað að koma út úr þessu. Því fólk sætt­ir sig ekki við áfram­hald­andi sér­lausn­ir sem eru svo sér­hæfðar að þær henta nán­ast ekki nein­um.“

- Er ekki held­ur seint að fara af stað með svona sam­ráðsfundi núna?

„Auðvitað hefði strax við hrun þurft að setj­ast niður og fara í svona vinnu. Það er eig­in­lega súr­realískt fá­rán­legt að vera að þessu tveim­ur árum síðar,“ seg­ir Mar­grét Tryggva­dótt­ir.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert