70% vilja ný framboð til Alþingis

Rúmlega 70% vilja ný framboð til Alþingis
Rúmlega 70% vilja ný framboð til Alþingis mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Rúmlega 70% aðspurðra í nýrri könnun MMR telja frekar eða mjög mikla þörf fyrir ný framboð til Alþingis, það er til viðbótar eða í staðinn fyrir núverandi stjórnmálaflokka. 17,9% svarenda töldu hins vegar að lítil þörf væri fyrir ný framboð og 11,8% voru á báðum áttum.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá MMR.

„Séu svör skoðuð eftir lýðfræði svarenda má sjá nokkuð jöfn viðhorf til málefnisins milli hópa. Þó með þeim undantekningum að 60,7% svarenda yfir fimmtugu, 63,7% þeirra sem búa utan höfuðborgarsvæðisins og 64,4% þeirra sem búa við heimilistekjur á bilinu 400-599 þúsund krónur töldu mikla þörf fyrir ný framboð.

Í öllum öðrum hópum sem skoðaðir voru reyndist fjöldi þeirra sem töldu mikla þörf fyrir ný framboð vera um og yfir 70%," segir í fréttatilkynningu.

Sjá nánar hér

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka