Borða sælgæti til góðs

Bleikar nammislaufur til styrktar baráttunni gegn brjóstakrabbameini.
Bleikar nammislaufur til styrktar baráttunni gegn brjóstakrabbameini.

Nú ættu nammig­rís­ir lands­ins að gleðjast því sett hef­ur verið á markaðinn sæl­gæt­is­hlaup til styrkt­ar bar­átt­unni gegn brjóstakrabba­meini. Var­an nefn­ist „Fáðu þér gott fyr­ir gott“ og kem­ur úr hug­mynda­smiðju Her­borg­ar Hörpu Ingvars­dótt­ur og Þór­unn­ar Hann­es­dótt­ur. Þær stöll­ur verða í Hug­mynda­hús­inu, Grandag­arði 2, á morg­un milli 16 og 18 til þess að kynna gotte­ríið.

Þeir sem ekki sjá sér fært að mæta á staðinn geta nælt sér í hlaupið í eft­ir­töld­um versl­un­um.
N1, Mela­búðinni, Þín versl­un (Selja­braut), Kraum, Epal, Hríma, Sirka, Rauðakross­búðunum í Foss­vogi og á Hring­braut, Kaffitár, Office1, De­ben­hams, Bón­us og Háma-Há­skóla­torgi.

Hlaupið er selt í 100 g pok­um og renn­ur all­ur ágóði til styrkt­ar Krabba­meins­fé­lagi Íslands. Pok­inn kost­ar 500 kr.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert