Borða sælgæti til góðs

Bleikar nammislaufur til styrktar baráttunni gegn brjóstakrabbameini.
Bleikar nammislaufur til styrktar baráttunni gegn brjóstakrabbameini.

Nú ættu nammigrísir landsins að gleðjast því sett hefur verið á markaðinn sælgætishlaup til styrktar baráttunni gegn brjóstakrabbameini. Varan nefnist „Fáðu þér gott fyrir gott“ og kemur úr hugmyndasmiðju Herborgar Hörpu Ingvarsdóttur og Þórunnar Hannesdóttur. Þær stöllur verða í Hugmyndahúsinu, Grandagarði 2, á morgun milli 16 og 18 til þess að kynna gotteríið.

Þeir sem ekki sjá sér fært að mæta á staðinn geta nælt sér í hlaupið í eftirtöldum verslunum.
N1, Melabúðinni, Þín verslun (Seljabraut), Kraum, Epal, Hríma, Sirka, Rauðakrossbúðunum í Fossvogi og á Hringbraut, Kaffitár, Office1, Debenhams, Bónus og Háma-Háskólatorgi.

Hlaupið er selt í 100 g pokum og rennur allur ágóði til styrktar Krabbameinsfélagi Íslands. Pokinn kostar 500 kr.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert