Braut rúðu hjá umboðsmanni skuldara

Embætti umboðsmanns skuldara er til húsa við Hverfisgötu.
Embætti umboðsmanns skuldara er til húsa við Hverfisgötu. mbl.is/Ómar

Karlmaður reiddist mjög á skrifstofu umboðsmanns skuldara skömmu fyrir hádegið og braut þar rúðu. Maðurinn, sem ætlaði að biðja embættið um aðstoð, fékk ekki þau svör sem hann vonaðist til að fá.

Starfsfólki embættisins var mjög brugðið og því var sú ákvörðun tekin að loka skrifstofu embættisins í dag eftir hádegið. Skrifstofan verður þó opnuð í fyrramálið á venjulegum tíma.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert