Ekið á móti umferð

Auddi og Sveppi.
Auddi og Sveppi. mbl.is/Ernir

Lögegl­an á höfuðborg­ar­svæðinu seg­ir að í vik­unni hafi at­hygli henn­ar verið vak­in á þætt­in­um „Auddi og Sveppi“ sem send­ur var út á Stöð 2 síðastliðið föstu­dags­kvöld, en þar ók þátta­stjórn­andi bif­reið til aust­urs Banka­stræti og Lauga­veg á móti um­ferð auk þess að aka ít­rekað upp á gang­stétt. 

Var viðkom­andi boðaður til skýrslu­töku hjá lög­reglu í dag vegna máls­ins. Seg­ir lög­regla að hann hafi játað brot sitt og megi bú­ast við að þurfa að sæta sekt­um vegna þessa.    
 
Bend­ir lög­regla á þá slysa­hættu sem í um­ferðinni sé og harm­ar svo ábyrgðarlaust at­ferli sem þátta­stjórn­and­inn sýndi.
 

 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert