Ekki opnað fyrir helgi

Herjólfur siglir sína fyrstu ferð frá Vestmannaeyjum í Landeyjahöfn
Herjólfur siglir sína fyrstu ferð frá Vestmannaeyjum í Landeyjahöfn mbl.is/RAX

Ekki er útlit fyrir að hægt verði að opna Landeyjahöfn að nýju fyrir helgi. Dýpkunarskipið Perla hóf dýpkun þar í gær.

Ekki hefur verið hægt að vinna að dýpkun um tíma vegna bilunar í skipinu og hefur Landeyjahöfn verið lokuð frá 28. september vegna sandburðar. Herjólfur hefur siglt til Þorlákshafnar á meðan.

Reiknað er með því að það sé fjögurra sólarhringa vinna að gera höfnina færa fyrir Herjólf. Spáð er vaxandi öldu og að Perla verði að hætta vinnu á fimmtudag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert