Engin lausn í sjónmáli

Samráðshópurinn fundaði í Þjóðmenningarhúsinu í morgun
Samráðshópurinn fundaði í Þjóðmenningarhúsinu í morgun mbl.is/Árni Sæberg

Gunn­ar Bragi Sveins­son, formaður þing­flokks Fram­sókn­ar­flokks­ins, seg­ir að á sam­ráðsfundi stjórn­ar­and­stöðunn­ar með ráðherr­um í morg­un hafi verið óskað eft­ir til­lög­um frá stjórn­ar­and­stöðunni. Það sé nýtt en eng­in lausn sé í sjón­máli varðandi skulda­stöðu heim­il­anna.

Þetta var svipaður fund­ur og fyrri sam­ráðsfund­ir fyr­ir utan það að nú var stjórn­ar­and­stöðunni boðið að koma með sín­ar til­lög­ur á borðið, seg­ir Gunn­ar Bragi.

Hann seg­ir að  til­lög­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafi lengi legið fyr­ir, til að mynda um al­menna leiðrétt­ingu á lán­um og aðrar til­lög­ur sem hafi verið lagðar fram. Má þar nefna til­lög­ur um vexti og verðtrygg­ingu og fleira.

„Við mun­um vænt­an­lega leggja okk­ar til­lög­ur inn á þetta borð núna. Þetta er nýj­ung en það sér ekki fyr­ir neina lausn eða niður­stöðu," seg­ir Gunn­ar Bragi. 

Síðar í dag mun sam­ráðsnefnd eiga fund með full­trú­um fjár­mála­fyr­ir­tækja, líf­eyr­is­sjóða, Umboðsmanni skuld­ara, Hags­muna­sam­tök­um heim­il­anna og tals­manni neyt­enda.

Sá hóp­ur, sem sat fund­inn í morg­un, mun vænt­an­lega hitt­ast á ný á föstu­dag en ekki hef­ur verið end­an­lega ákveðið hvenær fund­ur­inn verður hald­inn.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert