Engin verkáætlun kynnt

Fundurinn fór fram í Þjóðmenningarhúsinu.
Fundurinn fór fram í Þjóðmenningarhúsinu.

„Skemmst er frá því að segja að ekk­ert nýtt kom fram á þess­um fundi,“ seg­ir Sig­urður Kári Kristjáns­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, um sam­ráðsfund ráðherra og fjög­urra fasta­nefnda Alþing­is, sem fram fór í Þjóðmenn­ing­ar­hús­inu í gær­kvöldi.

Sam­kvæmt fund­ar­boði átti að kynna „ver­káætl­un rík­is­stjórn­ar­inn­ar um lausn­ir í skulda­mál­um“ en ráðherr­ar hafa látið í það skína síðustu daga að unnið sé að al­menn­um aðgerðum til að taka á þeim. Mar­grét Tryggva­dótt­ir, þingmaður Hreyf­ing­ar­inn­ar, seg­ir and­rúms­loftið á fund­in­um hafa verið gott, og sam­starfs­vilja hjá viðstödd­um. „En ekk­ert nýtt var kynnt og hvað þá al­menn­ar aðgerðir.“

 Eygló Harðardótt­ir, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, tek­ur í sama streng. „Það virðist greini­lega vera þannig að stjórn­völd eru kom­in mjög skammt á veg með þessa svo­kölluðu ver­káætl­un um lausn­ir í skulda­mál­um heim­il­anna.“


Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert