Er til í að milda áhrifin

Guðbjartur Hannesson.
Guðbjartur Hannesson. mbl.is/Ómar

„Ég er til í að milda áhrifin og taka þetta á lengri tíma,“ segir Guðbjartur Hannesson heilbrigðisráðherra um þá öldu mótmæla sem hefur verið við boðuðum niðurskurði í heilbrigðisþjónustu samkvæmt fjárlagafrumvarpinu, ekki síst á landsbyggðinni.

Guðbjartur segir jafnframt að stjórnvöld verði að þora að forgangsraða ef eigi að standa við áform um niðurskurð um 4,7%.

Hann segist hafa áskilið sér rétt til að skoða betur tillögur í fjárlagafrumvarpinu áður en 2. umræða fer fram á Alþingi. Í því skyni séu vinnuhópar ráðuneytisins að störfum í heilbrigðisumdæmunum og hann muni sjálfur eiga fundi með forstöðumönnum heilbrigðisstofnana. Í framhaldi af þeirri vinnu muni hann taka sínar ákvarðanir.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert