Eva Joly hættir

mbl.is/Júlíus

Gengið hefur verið frá uppsögn á samningi sérstaks saksóknara við Evu Joly þar sem hún hyggur á forsetaframboð í Frakklandi. Eva sagði að framboðið og þingmennska hennar á Evrópuþinginu væri full vinna. Hún væri sorgmædd yfir því að þurfa að hætta en rannsókn á hruninu væri í góðum höndum.

Uppsögnin tekur gildi frá og með deginum í dag. Upphaflega átti samningurinn að gilda til áramóta en vegna fyrirsjáanlegra anna í Frakklandi hefur hún ekki tíma fyrir störf við efnahagsbrotarannsóknir hér á landi.

Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, þakkaði Evu kærlega fyrir vel unnin störf og nefndi m.a. að hún hefði unnið mikilvægt starf við að koma á tengslum við erlendar löggæslustofnanir s.s. Serious Fraud Office í Bretlandi og lögregluna í Lúxemborg. Þá hefði hún veitt ráð við gerð réttarbeiðna til útlanda.

Þegar Eva hóf störf fyrir embættið voru starfsmenn fimm, þeir eru nú 60 og fjölgar brátt í 80.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert