Fundað um friðarverðlaun

Árni Þór Sigurðsson.
Árni Þór Sigurðsson. Ómar Óskarsson

Á fundi utanríkismálanefndar Alþingis, sem hófst kl.10:15, verður rætt um viðbrögð íslenskra stjórnvalda vegna friðarverðlauna Nóbel.

Árni Þór Sigurðsson, formaður nefndarinnar, segir að  ræða eigi hvort íslensk stjórnvöld eigi að móta afstöðu til þessa, en mörg ríki hafa krafist þess að friðarverðlaunahafinn, Liu Xiabo, verði látinn laus.

„Ég hef látið þá skoðun í ljós að ég tel að íslensk stjórnvöld ætti að krefjast þess að Liu verði látinn laus,“ segir Árni Þór.

Kínverskir ráðamenn hafa gagnrýnt mjög verðlaunaafhendinguna og segja að sér hafi verið sýnd lítilsvirðing með henni.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert