Ísland hvetur til lausnar Liu

Liu Xiaobo.
Liu Xiaobo.

Á fundi utanríkisnefndar Alþingis í dag var farið yfir mál kínverska friðarverðlaunahafans Liu Xiaobo og rætt um yfirlýsingu utanríkisráðherra, þar sem kínversk stjórnvöld eru hvött til að sleppa Liu út haldi.

„Nefndarmenn voru almennt sammála því að taka undir þessi sjónarmið,“ sagði Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkisnefndar Alþingis. „Við lítum svo á að hér sé um formlega afstöðu íslenskra stjórnvalda að ræða og að kínverskum stjórnvöldum sé hún ljós.“

Árni segir afstöðunni hafa verið komið á framfæri opinberlega með því að birta yfirlýsinguna á vefsíðu utanríkisráðuneytisins. „Á diplómatamáli þykir þetta vera fremur sterk aðferð til að koma afstöðu sinni á framfæri,“ sagði Árni.

Yfirlýsing utanríkisráðherra

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert