Samfélagssjóður Alcoa færði 10 félagasamtökum í 10 löndum 10 þúsund Bandaríkjadala í styrk sunnudaginn 10. október. Björgunarsveitin Ársól á Reyðarfirði varð fyrir valinu á Íslandi og fékk styrkinn afhentan sl. sunnudag þegar starfsmenn Alcoa ásamt fleira fólki, unnu þar svokallað ACTION-verkefni, sem er sjálfboðaliðaverkefni sem starfsmenn Alcoa standa fyrir. Það fólst meðal annars í því að mála húsakynni björgunarsveitarinnar að innan, klæða eldri hluta hússins að utan með álklæðningu og helluleggja stétt fyrir ofan húsið, samkvæmt fréttatilkynningu.