GGE vísar ummælum Joly á bug

Alexander Guðmundsson, forstjóri Geysis Green Energy, segir að verið sé að vísa til ummæla Evu Joly á fundi í Norræna húsinu í gær. Hann segir þau hafa verið ærumeiðandi og að þau byggi á staðlausum tilgátum. „Við vísum þessum ummælum alfarið á bug,“ segir Alexander.

Hann segir afstöðu ekki hafa verið tekna til þess hvort fyrirtækið muni leita réttar síns vegna ummælanna, en „í þeim liggi ásökun.“

„Við eigum erfitt með að átta okkur á því á hvaða rannsóknum þessi ummæli eru byggð,“ segir Alexander.

Í fréttatilkynningunni segir ennfremur að hafi íslensk yfirvöld áhuga á því að fylgja eftir þessum ásökunum um saknæmt athæfi í tengslum við viðskiptin, með lögmætri rannsókn saksóknara á þeim, þá fagni Geysir Green Energy því. Þar segir að Geysir Green Energy hafi óskað eftir því við Umboðsmann Alþingis að hann kanni og fari yfir stjórnsýslulega meðferð málsins þar sem lögfræðingar félagsins telji vafasamt að forsætisráðherra hafi stjórnsýslulegt hæfi til þess að skipa rannsóknarnefnd sem framkvæma á óháða og sjálfstæða rannsókn á viðskiptum einkaaðila.

Alexander segir það hafa komið sér verulega á óvart að Eva Joly skyldi hafa látið frá sér slík ummæli.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka