Hyggst selja aukinn kvóta

Jón Bjarnason flutti ræðu á aðalfundi Landssambands smábátaeigenda í dag.
Jón Bjarnason flutti ræðu á aðalfundi Landssambands smábátaeigenda í dag. Morgunblaðið/Ómar

Sjávarútvegsráðherra mun leggja til að ráðherra fái heimild til að úthluta ákveðnu magni af þorski, ýsu, ufsa, gullkarfa og íslenskri sumargotssíld gegn gjaldi í ríkissjóð.

Í ræðu við upphaf aðalfundar Landssambands smábátaeigenda í dag sagði Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra mikilvægt að kanna til fullnustu möguleika á að rýmka heimildir til veiða og veiðistýringar og þá jafnframt að skapa þjóðinni auknar beinar tekjur af auðlindinni. Ekki muni af veita til þess að unnt sé að vinna á móti þeim mikla niðurskurði sem boðaður hafi verið á grunnþjónustu, eins og til dæmis heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni.

Til greina komi að breyta lögum um stjórn fiskveiða til að auka möguleika útgerða til að kaupa aflamark.

Vísar hann til reynslunnar af sölu á skötuselskvóta. „Í framkvæmd þykir vel hafa tekist til og mun ég því leggja til að ráðherra hafi heimild til að úthluta ákveðnu magni af þorski, ýsu, ufsa, gullkarfa og íslenskri sumargotssíld til skipa sem hafa veiðileyfi. Útgerðir munu þurfa að greiða tiltekið sanngjarnt gjald fyrir aflaheimildirnar sem renna mun í ríkissjóð eða til tiltekinna verkefna.“

Tekur ráðherra fram að áfram verði séð til þess að veiðarnar verði sjálfbærar og nýtingarstefna í heiðri höfð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert