Íslendingar flytji vörur til Grænlands

Frá Tasiilaq á Austur-Grænlandi.
Frá Tasiilaq á Austur-Grænlandi. Ómar Óskarsson

Allir flokkar á grænlenska landsþinginu styðja tillögu Josefs Motzfeldts, þingforseta, um að Ísland sjái í framtíðinni um flutninga á nauðsynjum til byggðanna á Austur Grænlandi.

Fjallað verður um tillöguna í grænlenska þinginu í lok mánaðarins en grænlenska útvarpið segir að hún njóti stuðnings bæði stjórnar og stjórnarandstöðu. 

Fram kemur að Motzfelt hafi fyrr á þessu ári ráðfært sig við íbúa á Austur-Grænlands og tók málið síðan upp á fundi Vestnorræna ráðsins í Tasiilaq á Austur-Grænlandi í ágúst.

Motzfelt segir við grænlenska útvarpið, að verði af þessu geti íbúar á Austur-Grænlandi vænst þess, að vörur í verslunum verði bæði betri og ódýrari.  

Nú hefur aðeins skipafélagið Royal Arctic Line leyfi til siglinga með vörur til Austur-Grænlands.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert