Kjörsókn í vor ein sú dræmasta

Kjósendur koma á kjörstað á Akureyri í maí.
Kjósendur koma á kjörstað á Akureyri í maí. mbl.is/Skapti

Kosningaþátttakan í sveitarstjórnakosningunum í maí í voru var 73,5% og ein sú dræmasta í sveitarstjórnarkosningum til þessa. Kosningaþátttaka kvenna var meiri en karla eða 74% á móti 73% karlanna.

Þetta kemur fram í nýjum hagtíðindum, sem Hagstofan gefur út.  Við kosningarnar voru alls 225.855 manns á kjörskrá eða 71% landsmanna. Af þeim greiddu atkvæði 165.238 í 72 sveitarfélögum. Gild atkvæði voru 154.899. Auðir seðlar voru 9434 og aðrir ógildir 905 eða samanlagt 6,3% greiddra atkvæða. Segir Hagstofan, að það sé óvenjuhátt hlutfall miðað við úrslit fyrri sveitarstjórnarkosninga.

Alls voru frambjóðendur 2846 í þeim 58 sveitarfélögum þar sem var bundin hlutfallskosning, 1513 karlar eða 53,2% og 1333 konur eða 46,8%.

Alls voru kjörnir 512 sveitarstjórnarmenn á landinu öllu, 308 karlar eða 60,2% og 204 konur, 39,8% og hefur hlutfall kvenna af kjörnum fulltrúum aldrei verið hærra, en það var 35,9% árið 2006.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert