Mannanafnanefnd hefur á ný hafnað því að taka eiginnafnið Cæsar á mannanafnaskrá sem rithátt af eiginnafninu Sesar. Nefndin hafnaði ósk um þetta í sumar en tók beiðnina fyrir að nýju í september.
Nefndin segir í úrskurði, að ekki sé hefð fyrir rithættinum Cæsar og engu breyti þótt eiginnöfn, sem byrji á bókstafnum C séu þegar færð á mannafnaskrá, svo sem Carl, eða Cecil á þeirri forsendu, að hefð sé talin vera fyrir slíkum rithætti.
Mannanafnanefnd hefur samþykkt nokkur nöfn. Þeirra á meðal eru nöfnin Lér, Nóam, Kaspar, Ronald og Leona. Nefndin hafnaði hins vegar að taka nöfnin Yana og Anya.