Makrílveiðar ræddar áfram eftir hálfan mánuð

Strandríkjafundi um stjórnun makrílveiða á næsta ári er lokið í London. Niðurstaða fékkst ekki á fundinum og hefur verið ákveðið að strandríkin hittist að nýju á sama stað eftir hálfan mánuð. Auk Íslands eru Evrópusambandið, Noregur og Færeyjar  í strandríkjahópnum.

Tómas H. Heiðar, formaður íslensku samninganefndarinnar, segir að fundurinn hefði verið gagnlegur og í sjálfu sér komi ekki á óvart að nokkurn tíma taki að ná samkomulagi.

Auk Tómasar voru í nefndinni þeir Steinar Ingi Matthíasson, fiskimálafulltrúi við sendiráðið í Brussel, Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, Eyþór Björnsson, fiskistofustjóri, og Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert