23% verðmunur reyndist vera á matarkörfunni þegar verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð í matvöruverslunum síðastliðinn þriðjudag. Vörukarfan var ódýrust í Bónus þar sem að hún kostaði 6.879 kr. en aðeins 85 krónum dýrari í Krónunni.
Vörukarfan var dýrust í Nóatúni á
8.469 kr. Lítill verðmunur var á milli Kosts, Samkaupa Úrvals og Nóatúns en
þar var karfan 20-23% dýrari en í Bónus og Krónunni. Munurinn á milli dýrustu og
ódýrustu vörukörfunnar er 1.590 krónur, samkvæmt upplýsingum frá ASÍ.
Mestu munaði á verði á kínakáli og tannkremi
Mestur verðmunur í vörukönnunni var á kínakáli sem dýrast var á 399 kr./kg. í Hagkaupum og Nóatúni en ódýrast á 149 kr./kg. í Nettó eða 168% verðmunur. Mikill verðmunur var einnig á tannkremi frá Colgate sem var dýrast í Samkaupum Úrval en ódýrast í Krónunni en verðmunur var 166%.