Ögmundur: Allir þurfa að hafa skilning á stöðu ríkissjóðs

Ögmundur Jónasson samgönguráðherra
Ögmundur Jónasson samgönguráðherra mbl.is/Ómar Óskarsson

Ögmundur Jónasson,  samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, gerði fjárhagsstöðu sveitarfélaga og ríkissjóðs að umtalsefni í ræðu sinni á fjármálaráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga í dag. Sagðist hann skilja vel áhyggjur sveitarstjórnarmanna að sama skapi þurfi allir að hafa skilning á stöðu ríkissjóðs. 

„Ég hef heyrt af áhyggjum sveitarstjórnarmanna um aukaframlag Jöfnunarsjóðs á næsta ári og framlag sjóðsins vegna hækkunar tryggingagjalds. Þá hafa sveitarstjórnarmenn haft áhyggjur af miklum vexti í útgreiðslu húsaleigubóta og endurgreiðsla ríkisins gegnum Jöfnunarsjóð á næsta ári verði ekki fyllilega í samræmi við samkomulag um auknar húsaleigubætur frá vordögum 2008.

Ég skil vel þessar áhyggjur sveitarstjórnarmanna en við þurfum að sama skapi öll að hafa skilning á stöðu ríkissjóðs.

Hann býr við afar þröngan kost, fyrir liggur áframhaldandi niðurskurður sem verður samkvæmt fjárlagfrumvarpinu um 33 milljarðar á næsta ári og því verða allir fyrir barðinu á því, því miður líka sveitarfélögin í landinu," sagði Ögmundur meðal annars í ræðu sinni í dag.

Sjá ræðuna í heild

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert