Ögmundur: Allir þurfa að hafa skilning á stöðu ríkissjóðs

Ögmundur Jónasson samgönguráðherra
Ögmundur Jónasson samgönguráðherra mbl.is/Ómar Óskarsson

Ögmund­ur Jónas­son,  sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðherra, gerði fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga og rík­is­sjóðs að um­tals­efni í ræðu sinni á fjár­málaráðstefnu Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga í dag. Sagðist hann skilja vel áhyggj­ur sveit­ar­stjórn­ar­manna að sama skapi þurfi all­ir að hafa skiln­ing á stöðu rík­is­sjóðs. 

„Ég hef heyrt af áhyggj­um sveit­ar­stjórn­ar­manna um aukafram­lag Jöfn­un­ar­sjóðs á næsta ári og fram­lag sjóðsins vegna hækk­un­ar trygg­inga­gjalds. Þá hafa sveit­ar­stjórn­ar­menn haft áhyggj­ur af mikl­um vexti í út­greiðslu húsa­leigu­bóta og end­ur­greiðsla rík­is­ins gegn­um Jöfn­un­ar­sjóð á næsta ári verði ekki fylli­lega í sam­ræmi við sam­komu­lag um aukn­ar húsa­leigu­bæt­ur frá vor­dög­um 2008.

Ég skil vel þess­ar áhyggj­ur sveit­ar­stjórn­ar­manna en við þurf­um að sama skapi öll að hafa skiln­ing á stöðu rík­is­sjóðs.

Hann býr við afar þröng­an kost, fyr­ir ligg­ur áfram­hald­andi niður­skurður sem verður sam­kvæmt fjár­lag­frum­varp­inu um 33 millj­arðar á næsta ári og því verða all­ir fyr­ir barðinu á því, því miður líka sveit­ar­fé­lög­in í land­inu," sagði Ögmund­ur meðal ann­ars í ræðu sinni í dag.

Sjá ræðuna í heild

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert