Sameiginlegt verkefni banka og stjórnvalda

Magnús Orri Schram á fundi Samfylkingarinnar
Magnús Orri Schram á fundi Samfylkingarinnar mbl.is/Golli

Þúsundir  smárra og meðalstórra fyrirtækja eru enn of skuldsett og treysta sér sökum þessa ekki í fjárfestingar eða nýráðningar starfsfólks. Það er sameiginlegt verkefni banka og stjórnvalda að brjótast úr þessari kyrrstöðu. Forsenda hagvaxtar í landinu er endurskipulagning þessara fyrirtækja. Þetta skrifar þingmaður Samfylkingarinnar, Magnús Orri Schram, í pistli á Pressunni í dag.

Magnús Orri segir að bankarnir hafi boðið fyrirtækjum ýmsar lausnir en betur megi ef duga skal.„ Mikilvægt er að fyrirtækin verði ekki skilin eftir of skuldsett og þurfi að 1-3 árum liðnum að semja við bankana á nýjan leik. Því hlýtur krafan að vera sú að greiðslugeta fyrirtækjanna ráði skuldsetningu þeirra  og að eigendur þeirra hafi hvata til þess endurheimta fyrri eignarstöðu, með eiginfjár- eða vinnuframlagi.  Þá eiga bankarnir að gefa eftir skuldir komi eigendur með nýtt eigið fé.

Þrátt fyrir óvissu tengda gengisbundnum lánum eiga forsvarsmenn fyrirtækja að flýta endurskipulagningu því bankarnir haf lagt á það áherslu að viðskiptavinir muni ætíð njóta betri réttar ef t.d. dómar í gengistryggðum lánum færi fyrirtækjunum betri stöðu en fæst með núverandi endurskipulagningu.  Fyrirtækin og bankarnir hafa þannig allar forsendur til að hraða þessari vinnu, með það að markmiði að fyrirtækin geti staðið traustum fótum án þess að vera of skuldsett," segir þingmaðurinn í pistli sínum.

Sjá hér

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert