Umboðsmaður skuldara fagnar breytingum um greiðsluaðlögun einstaklinga sem Alþingi samþykkti í dag. Í breytingunum felst að tímabundin frestun greiðslna hefst þegar umsókn um greiðsluaðlögun hefur verið móttekin hjá umboðsmanni skuldara, en ekki þegar umsókn er samþykkt eins og áður var. Breyting þessi er afturvirk að því leyti að hún mun ná til allra umsókna um greiðsluaðlögun sem þegar hafa verið mótteknar hjá umboðsmanni, segir í tilkynningu frá umboðsmanni skuldara.
Í tímabundinni frestun greiðslna felst m.a. að ekki er heimilt að ganga að skuldara með greiðslur á kröfum hans, ekki verði unnt að ganga að ábyrgðarmönnum hans og ekki sé heimilt að gera fjárnám í eignum skuldara eða fá þær seldar nauðungarsölu á meðan umsókn hans um greiðsluaðlögun bíður vinnslu hjá umboðsmanni. Frestun þessi nær einungis til krafna sem verða til áður en umsókn um greiðsluaðlögun er móttekin.
Í næstu viku munu allir þeir sem hafa sótt um greiðsluaðlögun einstaklinga hjá umboðsmanni skuldara bréf um áhrif þessara lagabreytinga.