Síldin kemur á óvart

Síldarævintýri í október.
Síldarævintýri í október. mynd/Albert Kemp

Síld­veiðin var góð í vik­unni og hef­ur gengið hratt á síld­arkvóta skipa HB Granda. Þetta kem­ur fram á vefsíðu fé­lags­ins.

Að sögn Guðlaugs Jóns­son­ar, skip­stjóra á Ing­unni, sem kom til hafn­ar með rúm­lega 1.000 tonna afla sl. þriðju­dag var mikið af síld á veiðisvæðinu.
,,Það er mik­il ferð á síld­inni og hún geng­ur hratt aust­ur og inn í fær­eysku lög­sög­una. Við vor­um að veiðum með Faxa fram­an af veiðiferðinni en síðan vor­um við ein­ir að veiðum og feng­um góðan afla. Við elt­um síld­ina frá Reyðarfjarðar­djúp­inu og út yfir miðlín­una á milli Íslands og Fær­eyja.“

Það kem­ur mönn­um nokkuð á óvart hve síld­in geng­ur seint að þessu sinni út úr ís­lensku lög­sög­unni en í fyrra lauk síld­veiðum skipa HB Granda í lög­sög­unni í lok sept­em­ber­mánaðar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert